spot_img
HomeFréttirDagný Lísa og Cowgirls lögðu UNLV í Las Vegas í kvöld

Dagný Lísa og Cowgirls lögðu UNLV í Las Vegas í kvöld

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls unnu í kvöld UNLV Lady Rebels í bandaríska háskólaboltanum, 67-62. Sigurinn sá fyrsti sem Cowgirls vinna í deild sinni í vetur, en árangur þeirra í heildina er 2-2.

Dagný Lísa var atkvæðamikil í leiknum, skilaði 8 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leikur liðið gegn Northern Colorado Bears þann 20. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -