Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls máttu þola tap í nótt fyrir Nevada Wolf Pack í bandaríska háskólaboltanum, 52-60. Wyoming það sem af er unnið sex leiki og tapað sex á tímabilinu, en sem stendur eru þær í 7. sæti Mountain West deildarinnar.
Dagný Lísa lék 27 mínútur í leik næturinnar. Á þeim skilaði hún níu stigum og tveimur fráköstum. Wyoming og Nevada mætast í annað skipti nú í kvöld.