spot_img
HomeFréttirDagný Lísa með 19 stig í öruggum sigri Wyoming

Dagný Lísa með 19 stig í öruggum sigri Wyoming

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu í nótt lið San Diego State Aztecs í bandaríska háskólaboltanum, 36-54. Wyoming eftir leikinn búnar að vinna sjö leiki og tapa sjö það sem af er tímabili og í 6. sæti Mountain West deildarinnar.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný Lísa 19 stigum, 8 fráköstum og 2 stolnum boltum, en hún leiddi liðið bæði í stigaskorun og fráköstum. Wyoming leikur annan leik gegn Aztecs annað kvöld, laugardag 29. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -