Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls töpuðu fyrir Boise State Broncos í kvöld í bandaríska háskólaboltanum, 62-68. Wyoming eftir leikinn með fjóra sigurleiki og fimm töp það sem af er tímabili.
Daný Lísa lék 18 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hún 12 stigum, 6 fráköstum og stolnum bolta. Næsti leikur Wyoming er gegn Air Force Falcons þann 16. janúar.