spot_img
HomeFréttirDagný Lísa á leið í fyrstu deild háskólaboltans

Dagný Lísa á leið í fyrstu deild háskólaboltans

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin. Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því sem við vitum best fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk. 

Heimasíða Hamars greindi frá en þar kom einnig fram:

Íþróttafélagið Hamar fagnar og samgleðs með Dagný Lísu að hafa náð þessum árangri og bendir um leið ungum iðkenndum á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og hún hefur sýnt allan sinn feril. Til Hamingju Dagný Lísa með frábæran árangur. 

Fréttir
- Auglýsing -