Haukar lögðu heimakonur í Val í kvöld í 13. umferð Dominos deildar kvenna, 69-74. Eftir leikinn er Valur sem áður í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Keflavík og KR sem eru í 2.-3. sætinu. Haukar eru í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Skallagrím.
Karfan spjallaði við Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur, leikmann Vals, eftir leik í Origo Höllinni.