spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDæmt í máli Jaka Brodnik

Dæmt í máli Jaka Brodnik

Aga- og úrskurðarnefnd komst í dag að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar er varðaði brottrekstur leikmanns Keflavíkur Jaka Brodnik úr leik liðsins gegn Tindastóli í öðrum leik 8 liða úrslita á dögunum.

Niðurstöðu nefndarinnar er hægt að lesa hér fyrir neðan, en þar er tekið fram að Jaka verði sendur í tveggja leikja bann. Hann missi því af leik kvöldsins gegn Tindastóli, sem og mögulega næsta leik einvígis liðanna.

85/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jaka Brodnik, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Keflavíkur, Subwaydeild karla, sem fram fór þann 8. apríl 2023.

Fréttir
- Auglýsing -