Það er merkilegt hvernig hægt er að tengja hluti stundum saman og í kvöld þegar ritari Karfan.is var að fylgjast með Eurovision keppni kvöldsins birtist skyndilega fyrrverandi dómari á Íslandi á skjánum. Josefin Winhter höfundur norska lagsins Silent Storm, bjó veturinn 2010-11 á Íslandi og dæmdi 31 leik.
Josefin þessi hafði dæmt í Noregi en kom til Íslands til að sinna tónlistaráhuga sínum og dæmdi á meðan. Hún hélt svo aftur til Noregs til að sinna tónlistinni og nú er hún komin á stóra sviðið í Eurovison…gaman að þessu.