spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDaði Lár yfirgefur Keflavík

Daði Lár yfirgefur Keflavík

 

Leikstjórnandinn Daði Lár Jónsson mun ekki leika með Dominos deildar liði Keflavíkur á næsta tímabili. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna. Daði, sem að upplagi er úr Stjörnunni, er með nokkuð mikla reynslu úr efstu deild þrátt fyrir að vera aðeins 21. árs gamall.

 

Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2013 fyrir Stjörnuna, en skipti upphaflega yfir til Keflavíkur fyrir tveimur árum. Í 27 leikjum á síðasta tímabili með Bítlabæjarfélaginu skoraði Daði 7 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á um 18 mínútum spiluðum í leik.

 

Í samtali við Körfuna sagði hann samning sinn í Keflavík vera runninn út og að ákvörðun hafi verið tekin að gera ekki nýjan. Enn frekar segist hann ekki viss með hvar hann muni leika á næsta tímabili, en það hefst þann 4. október.

Fréttir
- Auglýsing -