21:05
{mosimage}
Miðherjinn Eddy Curry mátti ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum sínum þola það um helgina að vera svipt frelsi sínu og rændur. Curry á hús skammt utan við Chicago en þaðan fór hann árið 2005 til New York Knicks. Curry og nokkrir af fjölskyldumeðlimum hans voru í húsinu er óþrjótarnir komu aðvífandi og bundu þau niður með límbandi og létu svo greipar sópa. Höfðu ódæðismennirnir á brott með sér 10.000 $ í reiðufé ásamt skartgripum en ekki hefur enn verið mat lagt á hvert verðmæti skartgripanna var. Afbrotamennirnir ógnuðu Curry og fjölskyldu með byssum á meðan ráninu stóð.
Engan sakaði í ráninu um helgina en svipaður atburður átti sér stað þann 9.júlí í Chicago þegar Antoine Walker, leikmaður Miami Heat, var rændur í húsi sem hann á skammt utan við Chicago.
Lögreglan í Chicago telur að ránin tengist og að þau séu vel skipulögð.