spot_img
HomeFréttirCurry ekki með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Ríó

Curry ekki með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Ríó

 

Leikstjórnandi NBA liðsins Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður deildarinnar síðustu tvö ár, Stephen Curry, mun ekki leika með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Margir íþróttamenn hafa lýst yfir áhyggjum hvað varðar staðsetningu leikanna í tilliti til Zika veirunnar skæðu sem breiðist hratt út á svæðinu. Curry kveðst þó aðallega hafa ákveðið að draga sig úr Bandaríska hópnum svo hann geti jafnað sig almennilega eftir langt og erfitt tímabil í NBA deildinni, þar sem hann er meðal annars búinn að meiðast í nokkur skipti. Hinsvegar segir hann að aðrir þættir hafi einnig komið til, án þess að tilgreina hverjir þeir væru. Spurningin er hvort að ofangreind Zika ógn hafi einnig verið honum ofarlega í huga?

 

Lið Bandaríkjanna verður hinsvegar að teljast ansi sigurstranglegt. Með brottfalli Curry myndast væntanlega bara meiri spilatími fyrir aðra leikstjórnendur liðsins, menn eins og Mike Conley, John Wall, Russell Westbrook, Chris Paul, Damian Lillard, Kyrie Irving eða James Harden.

 

Hérna er bandaríski hópurinn 

 

Tilkynning Curry:

Fréttir
- Auglýsing -