Keflvíkingurinn Michael Craion setti framlagsmet í Domino´s deild karla í gær þegar Keflavík lagði Stjörnuna í Toyota-höllinni. Craion bauð upp á heil 50 framlagsstig sem er met til þessa á leiktíðinni. Áður var það Benjamin Curtis Smith sem hafði nælst sér í 46 framlagsstig í viðureign Þórs úr Þorlákshöfn og Fjölnis.
Craion gerði 29 stig gegn Stjörnunni í gær, 13/20 í teignum og 3/3 á vítalínunni. Þá reif hann niður 17 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 6 skot. Ekki amalegt dagsverk þarna á ferðinni.
Tíu hæstu framlögin á tímabilinu
Nr. | Leikmaður | Leikur | Leiktími | Stigaskor | Hæsta gildi |
---|---|---|---|---|---|
1. | Michael Craion | Keflavík – Stjarnan | 17-01-2013 19:15 | 107:103 | 50 |
2. | Benjamin Curtis Smith | Þór Þ. – Fjölnir | 16-11-2012 19:15 | 92:83 | 46 |
3. | Samuel Zeglinski | Grindavík – Fjölnir | 13-12-2012 19:15 | 122:85 | 45 |
4. | Marcus Van | Njarðvík – Stjarnan | 01-11-2012 19:15 | 108:115 | 44 |
5. | Michael Craion | Keflavík – ÍR | 04-01-2013 19:15 | 111:84 | 44 |
6. | Brian Mills | Stjarnan – Skallagrímur | 29-11-2012 19:15 | 98:84 | 41 |
7. | Damier Erik Pitts | KFÍ – Fjölnir | 11-01-2013 19:15 | 99:75 | 41 |
8. | Justin Shouse | Stjarnan – Njarðvík | 01-11-2012 19:15 | 115:108 | 40 |
9. | Robert Diggs | Þór Þ. – Grindavík | 19-10-2012 19:15 | 92:83 | 39 |
10. | Eric James Palm | ÍR – Grindavík | 01-11-2012 19:15 | 105:99 | 39 |