Ísland mætir Úkraínu kl. 14:00 á mánudaginn í seinni leik nóvemberglugga undankeppni HM 2023. Fyrir leikinn eru Ísland og Georgía jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðilsins þegar þrír leikir eru eftir, en aðeins þrjú efstu komast á lokamótið.
Karfan spjallaði við þjálfara Íslands Craig Pedersen eftir komuna til Lettlands í dag, en Úkraína leikur heimaleiki sína þar. Í spjallinu fer Craig meðal annars yfir leikinn gegn Georgíu, komandi leik gegn Úkraínu og hvaða breytingar íslenskir stuðningsmenn megi vænta að sjá á hópi liðsins fyrir þennan seinni leik.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil