spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Craig: Verður sama landið, en annað lið

Craig: Verður sama landið, en annað lið

Ísland mun um næstu helgi leika tvo leiki gegn Ítalíu í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudag, en mánudaginn eftir helgi mun liðið leika gegn þeim ytra í Reggio Emilia.

Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn

Karfan heyrði í þjálfara Íslands Craig Pedersen. Sagði hann æfingar liðsins hafa gengið vel fyrir leikina tvo, gott flæði væri á þeim og mætti sjá góða samvinnu á meðal leikmanna á þeim. Sagði hann þó að leikirnir gegn Italíu yrðu erfiðir og að ,,þó að það vanti kannski einhverja leikmenn úr EuroLeague þá koma þeir samt með leikmenn sem allir spila í bestu deildum Evrópu…. mjög góðir leikmenn!” Aðspurður hvort það væri ekki sérstakt að þurfa nú að spila tvo leiki í beit gegn sama liðinu sagði Craig ,,Það er svolítið skrítið að spila við sama liðið innan 4 daga en það verður mjög mismunandi hópur leikmanna sem þeir munu nota í leik 2… þannig að það verður sama landið en annað lið.” En líkt og gefið hefur verið út munu sjö EuroLeague leikmenn Ítalíu vera klárir í seinni leik liðsins í glugganum.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -