Ísland mætir Ítalíu kl. 19:30 í Palabigi höllinni í Reggio Emilia í kvöld í fjórða leik undankeppni EuroBasket 2025.
Leikurinn er annar tveggja sem leiknir eru gegn Ítalíu í þessum glugga keppninnar, en síðastliðinn föstudag mátti Ísland þola tap heima í Laugardalshöll gegn liðinu. Til þessa hefur Ísland unnið Ungverjaland og tapað fyrir Tyrklandi og Ítalíu í keppninni.
Karfan kom við á lokaæfingu liðsins fyrr í dag og ræddi við þjálfara liðsins Craig Pedersen um hvað liðið þurfi að gera til að ná í úrslit í kvöld, breytt lið Ítalíu og vonir Íslands til að tryggja sig á lokamótið.