Á morgun kl. 13:00 mætir Ísland liði Sviss í Laugardalshöllinni í undankeppni Evrópumótsins 2021.
Liðið tapaði fyrsta leik þessa leikjaglugga fyrir Potúgal ytra fyrir tveimur dögum og þarf Ísland því nauðsynlega á sigri að halda á morgun gegn Sviss, ætli þeir sér að eygja þá von að komast á sitt þriðja lokamót í röð.
Karfan leit við á æfingu hjá liðinu fyrr í dag og spjallaði þar við Craig Pedersen, þjálfara íslenska liðsins, um sárt tap í Portúgal, leikinn gegn Sviss og möguleika þeirra að komast áfram í undankeppninni.