Ísland tekur á móti Portúgal komandi fimmtudag 21. febrúar í undankeppni EuroBasket 2021. Leikurinn annar tveggja í þessum landsliðsglugga, en sá seinni er gegn Belgíu ytra.
Craig Pedersen og þjálfarateymi Íslands tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn það væru sem væru í hóp fyrir leikinn.
Einnig var það ljóst fyrir nokkru að leikurinn yrði sá síðasti sem að Jón Arnór Stefánsson myndi leika fyrir liðið, en þá kom einnig í ljós í vikunni að landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hyggðist einnig leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik gegn Portúgal. Það er því ljóst að um tvöfalda kveðjustund verður að ræða, þar sem aðdáendur íslensks körfubolta fá einstakt tækifæri til þess að hylla þessar hetjur í eitt síðasta skipti áður en þeir ríða inn í sólsetrið.
Karfan spjallaði við þjálfara liðsins, Craig Pedersen, fyrr í dag, um leikina tvo, hópinn sem hann er með og þá staðreynd að tveir af hans traustustu leikmönnum ætluðu að hætta eftir leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn.
Hérna getur þú unnið miða á leikinn: