spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Covid-19 greinist hjá öllum liðum nema Íslandi í búbblunni í Grikklandi

Covid-19 greinist hjá öllum liðum nema Íslandi í búbblunni í Grikklandi

Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo leiki í vikunni í undankeppni EuroBasket 2021 úti í Grikklandi. Fyrri leikur liðsins er á morgun gegn Slóveníu, en á laugardag mæta þær Búlgaríu.

Liðið er í sóttvarnarbúbblu sem skipulagð var af FIBA í Grikklandi. Þrátt fyrir það eru einhverjar fréttir þess efnis að Covid-19 smit hafi komið upp hjá andstæðingum þeirra. Staðfestir fararstjóri liðsins Hannes Jónsson það í samtali við vefmiðilinn mbl fyrr í dag.

Segir hann engan íslenskan leikmann vera með nein einkenni og að ekkert smit hafi greinst hjá Íslandi, en að fregnir séu að hjá öllum þremur liðum búbblunnar hafi komið upp smit. Segir hann enn frekar að Ísland hafi enn ekki fengið staðfest um hvort leikmenn eða aðra innan hinna hópana er að ræða.

Líkt og komið hefur fram hafði Ísland mótmælt því að liðið hafi þurft að mæta til þessara leikja í ljósi stöðu heimsfaraldurs Covid-19, einmitt útaf áhættunni á að slík staða myndi koma upp og segir Hannes sambandið hafa ítrekað þessi mótmæli sín í ljósi fregnanna. Leikir séu þó enn á dagskrá.

Fréttir
- Auglýsing -