spot_img
HomeFréttirCollins og Hugee til liðs við Valsmenn

Collins og Hugee til liðs við Valsmenn

 
Vefsíðan Eurobasket.com greinir frá því að Valsmenn hafi bætt við sig bandarísku leikmönnunum C.J. Collins og Darnell Hugee. Ekki hefur verið greint frá þessum tíðindum á heimasíðu Vals né hefur félagið sett fram hver sé næsti þjálfari karlaliðsins en Ágúst Björgvinsson stýrði liðinu í dag á móti KR í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins þar sem KR fór með sigur af hólmi.
C.J. Collins er 180 sm. að hæð og leikur stöðu bakvarðar, hann kemur frá Mc Neese State University þar sem hann gerði 9,4 stig og gaf 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hugee er framherji sem stendur í tveimur metrum en hann hefur sótt ,,pre-draft workout“ hjá San Antonio Spurs í NBA deildinni.
 
Mynd/ C.J. Collins í leik með Mc Neese State
Fréttir
- Auglýsing -