spot_img

Collin semur við ÍR

ÍR hefur endurnýjað samning sinn við framherjann Collin Pryor fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Collin var mikilvægur leikmaður í liði ÍR sem á yfirstandandi leiktíð féll úr Subway deildinni eftir að hafa endað í 11. sæti deildarkeppninnar, en á því skilaði hann 12 stigum, 8 fráköstum og 17 framlagsstigum að meðaltali í leik.

Í snörpu spjalli við ÍR FB sagðist Collin spenntur fyrir næsta tímabili og markmiðið væri skýrt. Leiðrétta stöðu liðsins og koma því aftur í deild þeirra bestu og kallaði eftir áframhaldandi stuðningsmanna liðsins Ghetto Hooligans sem spila stóran þátt í hve vel honum líður hjá félaginu.

Hafði Ísak Wíum þjálfari ÍR þetta að segja um nýjan samning Collin.

“Við hlökkum til að sjá Collin á gólfinu á sínu fimmta tímabili fyrir félagið og það má búast við frekari fréttum af leikmannahópi mfl kk á næstu vikum.”

Fréttir
- Auglýsing -