spot_img
HomeFréttirClippers rassskelltu Celtics

Clippers rassskelltu Celtics

 Já enn og aftur fyrirsögn sem fæstir ef einhver hefði spáð fyrir hér á þessum miðli fyrir fáeinum árum.  LA Clippers sigruðu sinn 15. leik í röð í nótt þegar þeir tóku Celtics í kennslustund. Orðatiltækið “Eggið að kenna hænunni” á svo sannarlega við þar sem Celtics menn sporta nokkuð reynslumeira liði en Clippersmenn.  Matt Barnes var stighæstur allra á gólfinu þetta kvöldið með 21 stig. Annars var stigaskorun hjá Clippers nokkuð snyrtilega dreift á alla leikmenn liðsins.  
 Í hinum leik gærkvöldsins voru það Oklahoma sem voru komnir heim eftir nokkra útileiki og tóku þar á móti Dallas MAVS. Dallas menn búnir að endurheimta þýska risann Dirk Nowitski sem var að spila sinn annan leik á tímabilinu.  Þrátt fyrir að tilþrifin hafi komið frá heimamönnum í Oklahoma í þessum leik voru það gestirnir frá Texas sem virtust ætla að ná að stela sigri í Oklahoma en á lokasprettinum voru það heimamenn sem komu sér í þriggja stiga forystu. Á síðustu sekúndu leiksins var það svo Darren Collison sem jafnaði leikinn fyrir Dallas með ótrúlegum Buzzer.  Þruman frá Oklahoma voru hinsvegar sterkari í framlengingu og hirtu sigurinn 111:105. 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -