Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt en heilir 12 leikir fóru fram þar sem LA Clippers hefndu sín á Houston Rockets, Denver Burstaði Sacramento og Charlotte Bobcats lögðu New York í Madison Square Garden.
LA Clippers 117-89 Houston
Blake Griffin gerði 22 stig og tók 9 fráköst fyrir Clippers og Chris Paul bætti við tvennu með 20 stig og 10 stoðsendingar. Kyle Lowry var stigahæstur í liði Houston með 17 stig.
Denver 110-83 Sacramento
Stigaskorið dreifðist vel hjá Denver, allir leikmenn liðsins komust á blað og þeirra stigahæstur var Al Horrington með 15 stig og 5 fráköst. Næstur Al var Rudy Fernandez með 12 stig og 8 stoðsendingar. Hjá Sacramento var DeMarcus Cousins með 26 stig af bekknum á 25 mínútum.
New York 110-118 Charlotte
Boris Diaw var stigahæstur í liði gestanna frá Charlotte með 27 stig og 6 stoðsendingar og þá bætti Gerald Henderson við 24 stigum. Nýliðinn Kemba Walker gerði svo 7 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Knicks var Carmelo Anthony með 32 stig og Amare Stoudemire var kominn í búning á nýjan leik eftir meiðsli og gerði 25 stig og tók 12 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Toronto 92-77 Cleveland
Orlando 103-85 Washington
Boston 89-70 New Jersey
Miami 118-83 Indiana
Detroit 83-99 Chicago
New Orleans 93-101 Philadelphia
Minnesota 86-90 Memphis
Dallas 98-89 Phoenix
San Antonio 101-95 Golden State
Mynd/ Griffin setti 22 stig á Houston í nótt.