Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Atlanta og Memphis eru komin í 2-1 í sínum rimmum sem og LA Clippers sem mörðu Golden State Warriors 96-98 á útivelli.
Blake Griffin fór fyrir Clippers í leiknum með 32 stig og 8 fráköst en Klay Thompson var með 26 stig fyrir Warriors og Stephen Curry bætti við 16 stigum og 15 stoðsendingum.
Atlanta 98-85 Indiana
Staðan 2-1 fyrir Atlanta
Memphis 98-95 Oklahoma
Staðan 2-1 fyrir Memphis
Golden State 96-98 LA Clippers
Staðan 2-1 fyrir LA Clippers
Topp 5 tilþrif næturinnar:
Mynd/ Blake Griffin gerði 32 stig í liði Clippers í nótt.