Fyrr í kvöld lauk leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Dominos deild karla. Leikurinn var æsispennandi og nokkur hiti í leiknum eins og við er að búast þegar þessi lið mætast.
Lewis Clinch leikmaður Grindavíkur gagnrýndi dómara leiksins nokkuð á Twitter síðu sinni í kvöld. Þar segir hann að dómararnir hafi verið hliðhollir Njarðvík og að það hafi litið svo út að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna.
Áhugavert innlegg frá leikmanni þriðja suðurnesjaliðsins en tístið hefur fengið mikil viðbrögð.
The ref’s in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win.
— Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019