Cleveland Cavaliers og Miami Heat unnu leiki sína í NBA í nótt. Cleveland lagði Toronto, 108-100, og Miami vann Indiana,113-83.
Shaquille O’Neal skoraði sitt 28.000. stig á ferlinum í þessum leik og er í fimmta sæti yfir stigahæstu menn allra tíma, rúmlega 3.000 stigum á eftir næsta manni, Wilt Chamberlain.