LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers komust í nótt í 2-0 forystu gegn Toronto Raptors í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar. Með sigrinum í nótt vann Cleveland sinn tíunda leik í röð í úrslitakeppninni og er eina liðið í úrslitakeppninni í ár sem ekki hefur tapað leik!
Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland í nótt með 26 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar og LeBron James bætti við stórglæsilegri þrennu með 23 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Raptors með 22 stig og 5 fráköst.
Cleveland er því aðeins tveimur leikjum frá sjálfri úrslitaseríunni en liðið úr vestri verður annað hvort Golden State eða Oklahoma en staðan í því einvígi er 1-1.
Phantom-video frá leiknum