Karlalið Keflavíkur hefur samið við bandaríska vængmanninn CJ Burks. Liðið tilkynnti þetta fyrr í dag. Hann mun þá fylla skarðið sem að Khalil Ahmad skilur eftir sig.
CJ Burks útskrifaðist 2019 úr Marshall University þar sem hann var með 17.7 stig, 3.9 fráköst, 2.9 stoðsendingar og 1.8 stolna bolta að meðaltali í leik á sínu síðasta ári.
Burks kemur úr sama skóla og Ryan Taylor, sem spilaði fyrir ÍR fyrir nokkrum árum síðan, og spilaði með honum árið 2016-2017 á seinasta ári Taylors.
Í fréttatilkynningu Keflavíkur segir að CJ Burks hafi verið einn af lykilmönnum Marshall öll þau ár sem hann var þar. Ef satt reynist og miðað við innkomu Ryan Taylors frá sama skóla gæti hér verið mjög öflugur leikmaður að fara koma inn í deildina.