spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaChristian Covile til Breiðabliks

Christian Covile til Breiðabliks

Nýliðar Breiðabliks hafa samið við Bandaríkjamanninn Christian Covile um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Covile er flestum körfuknattleiksáhugamönnum kunnugur, en hann lék með Snæfelli í 1. deildinni á síðasta tímabili. Þar skilaði hann 32 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Einnig lék Covile fyrir Snæfell síðast þegar þeir voru í Dominos deildinni, tímabilið 2016-17. Þá skilaði hann 24 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í þeim 8 leikjum sem hann tók þátt í eftir að hann var fenginn til félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -