spot_img
HomeFréttirChris Paul passar boltann ekki eins vel í úrslitaeinvíginu

Chris Paul passar boltann ekki eins vel í úrslitaeinvíginu

Fimmti leikur Phoenix Suns og Milwaukee Bucks í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar er á dagskrá kl. 01:00 eftir miðnætti. Staðan fyrir leikinn er jöfn, 2-2, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari.

Leikdagar lokaúrslita NBA deildarinnar

Serían til þessa verið nokkuð sveiflukennd, þar sem Suns unnu tvo fyrstu leikina heima nokkuð örugglega, áður en Bucks unnu næstu tvo í Milwaukee.

Sportsnet Stats benti á nokkuð áhugaverða tölfræði leikmanns Phoenix Suns eftir fjórða leik liðanna. Séu tapaðir boltar hans teknir saman í fyrstu þremur umferðum má sjá að hann passaði boltann einstaklega vel. Tapaði aðeins 9 boltum á móti meisturum Los Angeles Lakers, 5 á móti Denver Nuggets og síðan 8 í seríunni á móti LA Clippers. Það sem af er einvígi á móti Milwaukee Bucks hefur hann hinsvegar tapað 17 boltum.

Fréttir
- Auglýsing -