Chris Caird og félagar í London Lions eru komnir í undanúrslit Eurocup eftir sigur gegn Cluj-Napoca í 8 liða úrslitum, 79-91. Í undanúrslitum munu þeir mæta sterku liði Paris, sem lögðu Joventut Badalona í sinni 8 liða úrslita viðureign. Á tímabilinu höfðu London Lions endað í 3. sæti A deildar keppninnar með 12 sigra og 6 töp, en Paris hafði unnið deildina með 17 sigra og aðeins 1 tap.
Chris og London Lions í undanúrslit Eurocup
Fréttir