Chris og London Lions byrja tímabilið af miklum krafti

Chris Caird og félagar í London Lions hafa byrjað tímabilið af miklum krafti bæði í EuroCup og í bresku úrvalsdeildinni.

Það sem af er hefur liðið unnið alla 9 leiki sína í deildinni og þá 3 sem þeir hafa leikið í EuroCup, en þeir eru einir í efsta sæti bresku deildarinnar á meðan þeir deila sætinu í EuroCup með Besiktas og París. Næst á dagskrá hjá liðinu er leikur gegn Surrey Scorchers á morgun áður en liðið ferðast til París til þess að mæta heimamönnum þar í toppslag EuroCup.

Chris lagði land undir fót og tók við starfi aðstoðarþjálfara Lions nú í sumar eftir að hafa leikið og þjálfað á Íslandi frá árinu 2007.