spot_img
HomeFréttirChris Caird til Tindastóls

Chris Caird til Tindastóls

Cristopher Caird og kkd. Tindastóls hafa undiritað tveggja ára samning og mun hann því leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í frétt á vefriti Feykis. 

 

Caird er betur þekktur sem Chris Caird lék síðustu leiktíð með FSu frá Selfossi en hann er breskur að uppruna en hefur búið hér á landi í langan tíma og mun því ekki teljast sem erlendur leikmaður skv. reglum KKÍ. Caird er 26 ára gamall og tæpir tveir metrar á hæð.

 

Caird lék 16 leiki fyrir FSu og lauk leiktíðinni með 19,4 stig að meðaltali í leik að viðbættum 7,4 fráköstum og 3,5 stoðsendingum. Hann var einnig 13. stigahæsti leikmaður deildarinnar. 

 

Frábær viðbót fyrir Stólana en Stefán Jónsson, formaður kkd. Tindastóls segir að ekki sé útilokað að fleiri bætist í hópinn á næstunni.

 

Frétt: Feykir.is

 

Mynd: Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -