spot_img
HomeFréttirCheerios-mót KR

Cheerios-mót KR

Framtíðarstjörnur íslensks körfubolta létu ljós sitt skína í DHL höllinni um helgina.

 

Minnibolta mót KR og Cheerios fór fram í DHL höllinni um helgina og krakkar allsstaðar af landinu voru mættir til að sýna hvað í þeim býr. Spilað var bæði laugardag og sunnudag, strákarnir fyrri daginn og stelpurnar seinni. Eftir þátttöku voru að sjálfsögðu allir keppendur leystir út með Cheerios pakka og verðlaunapeningum.

Ljóst er að framtíðin er björt í körfunni ef félögin halda áfram að vinna að svona góðu barnastarfi.

Mynd: Þessar hressu KR stelpur spiluðu síðasta leik mótsins á móti flottu liði Þórs Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -