spot_img
HomeFréttirCharlotte Hornets - Fastir í hjólförunum?

Charlotte Hornets – Fastir í hjólförunum?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

 

 

 

Charlotte Hornets

 

Heimavöllur: Spectrum Center

Þjálfari: Steve Clifford

 

Helstu komur: Roy Hibbert, Marco Belinelli
Helstu brottfarir: Jeremy Lin, Courtney Lee, Al Jefferson

 

Hornets voru mikið sterkari á síðasta tímabili en nokkur maður gerði ráð fyrir. Kannski gera þeir enn betur á þessu tímabili en líkurnar á því eru ekki miklar. Þeir töpuðu mikilli breidd í sumar og Ramon Sessions bætir ekki upp það sem Jeremy Lin skilaði. Margir af styrkleikum þeirra frá því í fyrra eru þó enn til staðar.

 

Kemba Walker er alger sprengja og gæti enn bætt sig eftir frábært tímabil í fyrra, Hornets liðið er ennfremur gott varnarlið leitt af reynsluboltanum Nicolas Batum og hefur Steve Clifford sannað sig sem góður þjálfari. Veikleikarnir eru þónokkrir, helst vantar þá skyttur og vegna vöntunar á þeim verður sóknarleikur Hornets manna oft á tíðum fyrirsjáanlegur. Breiddin verður líka vandamál.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Kemba Walker
SG – Michael Kidd-Gilchrist
SF – Nicolas Batum
PF – Fram Kaminsky III
C – Cody Zeller

 

Gamlinginn: Marco Belinelli (31) er fín skytta sem hefur marga fjöruna sopið.

Fylgstu með: Michael Kidd-Gilchrist, leikmaður sem hefur glímt við meiðsli en á sínum degi er einn besti varnarmaður deildarinnar.

 

Spá: 39-43 – 10. sæti

Fréttir
- Auglýsing -