spot_img
HomeNBACeltics fara vel af stað í vestrinu

Celtics fara vel af stað í vestrinu

Austurstrandar stórveldið, Boston Celtics fara vel af stað í ferðalagi sínu um vesturströndina.  Eftir magnaðan sigur á meisturum Golden State í gær sigruðu þeir svo Sacramento í nótt með 111 stigum gegn 109. Gordon Hayward sem hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu hefur rifið sig upp og eftir að hafa sett 30 stig á Warriors í gær bætti hann um betur og setti sigurkörfuna gegn Sacramento í nótt. Mikið hefur verið rætt og ritað um slaka frammistöðu Celtics í vetur en staðreyndin er sú að með núverandi sigurhlutfall væru þeir í þriðja sæti í vesturdeildinni. Segir kannski mikið um þær væntingar sem gerðar eru til liðsins.

Næsti leikur í þessum leiðangri Boston eru erkifjendurnir í Los Angeles (Lakers)

Af þeim Lakers mönnum er svo að frétta að þeir eru á barmi þess að ná í úrslitakeppnina þetta árið og 99:115 tap gegn Denver Nuggets í gær hjálpar þeim lítið í þeirri baráttu.  Lebron James hinsvegar náði þeim merka áfanga að komast upp fyrir allra besta körfuknattleiksmann heims, Michael Jordan á lista yfir flest skoruð stig í NBA þegar hann skoraði 31 stig gegn Nuggets í gær.  Frábært afrek hjá frábærum leikmanni en dugði þó ekki til og allt stefnir í að þessi stórkostlegi leikmaður fari ekki í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í 14 ár.

 

Annars fóru úrslit næturinnar þannig: 

Detroit – Minnesota 131:114
Brook­lyn – Cleve­land 113:107
Phoen­ix – New York 107:96
Washingt­on – Dallas 132:123
Chicago – Phila­delp­hia 108:107
Sacra­mento – Bost­on 109:111
Char­lotte – Miami 84:91
Atlanta – San Ant­onio 104:111
New Or­le­ans – Utah 104:114
LA Lakers – Den­ver 99:115

Fréttir
- Auglýsing -