Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.
Í Fiserv Forum í Milaukee lögðu heimamenn í Bucks lið Boston Celtics nokkuð örugglega, 116-91. Leikurinn sá fjórði sem Bucks sigruðu í einvíginu, gegn aðeins einum sigri Celtics. Celtics því komnir í snemmbúið sumarfrí á meðan að Bucks halda til sinna fyrstu úrslita austurdeildar síðan árið 2001, en þar mun liðið mæta sigurvegara einvígis Toronto Raptors og Philadelphia 76ers.
Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var framherjinn Giannis Antetokounmpo sem skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á um 31 mínútu spilaðri. Fyrir gestina frá Boston var það Marcus Morris sem dróg vagninn með 14 stigum og 11 fráköstum.
Úrslit næturinnar
Boston Celtics 91 – 116 Milwaukee Bucks
(Bucks fara áfram 4-1)
Houston Rockets 99 – 104 Golden State Warriors
(Warriors leiða 3-2)