spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaCedrick Bowen í Forsetahöllina

Cedrick Bowen í Forsetahöllina

Álftanes hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Cedrick Bowen um að spila með félaginu á næsta tímabili. Cedrick snýr nú aftur í íslenskan körfubolta eftir þriggja ára fjarveru. Hann leikur stöðu framherja á vellinum, er tæplega tveir metrar á hæð og 27 ára að aldri. Hérlendis hefur hann leikið áður fyrir Hauka og Íslandsmeistaralið KR-inga tímabilið 2016-17. Í herbúðum KR-inga skilaði hann 13 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik, áður en hann hélt á Vellina. Eftir umrætt leiktímabil, þá sagði hann skilið við íslenskan körfubolta og hélt til Austur-Evrópu, þar sem hann hefur leikið síðan.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness „Við erum gríðarlega ánægð að fá Cedrick til liðs við okkur. Hann hefur mikinn áhuga á þeirri uppbyggingu sem er í gangi á Álftanesi og vill koma sem öflugur liðsauki í hana.“

Hrafn Kristjánsson þjálfari sagði að möguleikinn á að Cedrick gengi til liðs við lið sitt hafi í raun komið mjög óvænt upp.  „Cedrick hafði í raun samband við okkur gegnum félaga sinn og lét vita af áhuga sínum að spila á Íslandi næsta tímabil.  Hann er staddur á landinu til að eyða tíma með syni sínum og vill gjarnan vera hér áfram í vetur og styrkja samband þeirra feðga.  Samtal okkar við Cedrick breytti í raun áætlunum okkar fyrir tímabilið og við ákváðum að ganga til samninga við hann.  Okkur líkar hans saga og hugarfar og viljum gjarnan hjálpa honum að vera hér næsta vetur.  Þetta er harðduglegur leikmaður sem getur leyst marga hluti fyrir okkur varnar- og sóknarlega.“

Fréttir
- Auglýsing -