Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í gær og nótt. Austurstrandarmeistararnir í Cleveland steinlágu fyrir Indiana Pacers í leik sem var aldrei spennandi en gestirnir völtuðu yfir Cavs með 18 stigum 98-80. LeBron James með staðlaðar tölur eða 24 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar en á eftir honum kom ólíkindatólið JR Smith með 15 stig. Kevin Love tók 17 fráköst en var ekki að finna sig nægilega vel í sóknarleiknum með 9 stig. Hjá Pacers var Victor Oladipo frábær með 32 stig og 6 fráköst og 4 stolna bolta en hann sagði eftir leikinn að orð Dan Gilber (eiganda Cavaliers) sl. sumar, um að Pacers hafi getað fengið betra í skiptunum fyrir Paul George til OKC á sínum tíma, hafi kveikt rækilega í honum fyrir þessa seríu.
Það skemmtilega við þessi úrslit og alla þessa seríu er að við fáum meira af Lance Stephenson og LeBron James.
Facts only, LeBron vs Lance is the greatest rivalry of our time. pic.twitter.com/AklRrhkGH1
— SLAM Magazine (@SLAMonline) April 15, 2018
Milwaukee Bucks stóðu rækilega í Boston Celtics en þeim keltnesku tókst að merja sigur í framlengingu 107-113. Al Horford dróg vagninn fyrir Celtics með 24 stig en Terry Rozier bætti við 23. Celtics spiluðu án Kyrie Irving sem fór í aðgerð á hné og mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð.
Minnesota Timberwolves áttu jafnan leik við Houston Rockets en töpuðu naumlega 101-104. Margir búast við Houston Rockets alla leið í úrslitin og var því búist við meiri mun milli liðana en þetta. James Harden skoraði 44 stig (7/12 í þristum) og bætti Clint Capela við 24. Chris Paul gekk erfið lega að finna netið í hringnum og setti 14 með 5/14 skotnýtingu.
Í Oklahoma voru Utah Jazz í heimsókn og náðu þar fljótt 12 stiga forystu á meðan OKC var að ná áttum. Þá kviknaði í Paul George sem lauk leik með 36 stig og skaut 8/11 í þriggja stiga skotum. Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri OKC 108-116. Russell Westbrook bætti við 29 og þar næstur var Carmelo Anthony með 15 stig þrátt fyrir að hitta illa. Nýliðinn Donovan Mitchell leiddi Jazz með 27 stig og 10 fráköst og harðneitaði að setjast á bekkinn þrátt fyrir meiðsli sem hann varð fyrir. Meiðslin voru þó ekki alvarleg verður hann klár í leik 2 gegn OKC.
Donovan Mitchell wasn't going to let a foot injury keep him on the bench in his playoff debut. pic.twitter.com/NdaCNWjNAS
— Yahoo Sports NBA (@YahooSportsNBA) April 16, 2018