spot_img
HomeFréttirCavaliers og Spurs komust áfram

Cavaliers og Spurs komust áfram

12:36

{mosimage}

 

(Tim Duncan og Steve Nash fallast í faðma í leikslok og ljóst að allar stríðsaxir hafa verið grafnar og Spurs komnir áfram) 

 

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Á Vesturströndinni tryggðu San Antonio Spurs sér sæti í úrslitarimmunni og mæta þar Utah Jazz en Spurs lögðu Phoenix Suns í nótt 114-106 og unnu því einvígið 4-2. Cleveland Cavaliers kláruðu New Jersey Nets 72-88 á heimavelli Nets og því lauk einvíginu með 4-2 sigri Cavs.

 

Ljóst var frá fyrstu mínútu að Cavaliers ætluðu sér í úrslit Austurstrandar þetta árið en Cavs höfðu yfir 32-15 að loknum 1. leikhluta. Cleveland fataðist flugið í 3. leikhluta þar sem Nets gerðu 22 stig gegn aðeins 8 frá gestunum en það kom ekki að sök þar sem Cleveland vann fjórða og síðasta leikhlutann 27-12 og höfðu því 72-88 sigur eins og áður greinir.

 

LeBron James fór mikinn í nótt með 23 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar og næstur honum í liði Cavs var Donyell Marshall með 18 stig og 5 fráköst. Í liði Nets var Jason Kidd nærri því að landa þrennu með 19 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Vince Carter náði sér ekki á strik í liði Nets og gerði aðeins 11 stig og var ekki að finna fjölina í skotum sínum í nótt.

 

Manu Ginobili fór á kostum í liði Spurs í nótt sem og Tony Parker en saman gerðu þeir félagarnir 63 stig af 114 stigum Spurs í leiknum. Ginobili gerði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Parker var með 30 stig og 6 stoðsendingar. Ekki má heldur gleyma framlagi Tim Duncans en tvennutröllið setti niður 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Spurs í nótt. Hjá Suns fór Amare Stoudemire á kostum með 38 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot en það dugði ekki til þrátt fyrir að Steve Nash hefði bætt við 18 stigum fyrir Suns og 14 stoðsendingum.

 

Með sigrinum í nótt tryggðu Spurs sér þátttöku í úrslitaleik Vesturstrandarinnar í þriðja sinn á fimm árum. Þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður í leik Spurs og Suns í nótt þá tóku Spurs völdin í sínar hendur og með góðum leikköflum tryggðu þeir sér öflugan sigur á sterku Suns liðinu.

 

[email protected]

 

Myndir: AP

 

{mosimage}

 

(Getur LeBron komið Cavs í gegnum Pistons og þaðan í úrslitaleik NBA deildarinnar?)

Fréttir
- Auglýsing -