spot_img
HomeFréttirCarmen Tyson-Thomas: Við vinnum sem liðsheild

Carmen Tyson-Thomas: Við vinnum sem liðsheild

Carmen Tyson-Thomas leikmaður Skallagríms eftir sigur gegn Stjörnunni

 

Hvað vann leikinn í dag?

Ég held að það hafi verið hugarfarið okkar, ég var ekki að standa mig nógu vel í fyrri hálfleik en liðið hélt okkur inni í leiknum, eins og góð lið eiga að gera. Hugarfarið okkar vann leikinn, ég fór inn í búningsklefan í hálfleik og þurfti að skoða sjálfa mig. Sigrún talaði við mig, liðsfélagar mínir töluðu við mig og þjálfarinn talaði við mig. Allir vita að ég fer dálítið niður ef ég er ekki að skora en þau sögðu mér að ég væri að gera aðra hluti og ég þurfti að breyta um hugarfar, það var stærsti parturinn.

Svo hvað breyttist í seinni hálfleik?

Meiri einbeiting, við vorum ákveðnari og meðvitaðari um að stigaskor hverrar og einnar skiptir ekki máli, þó ég haldi það stundum sjálf. Ég þurfti að taka hlutverk leikstjórnandans og skilja að ég þurfti að bæta mig í öllu; koma boltanum á rétta staði og sjá til þess að það væru allar með í leiknum því við vinnum sem liðsheild, engin ein getur unnið þetta.

Næsti leikur er heima gegn Haukum, hvernig eruð þið að undirbúa ykkur fyrir leikinn?

Við ætlum að reyna halda okkur í formi, nota þá leikmenn sem að við höfum, einbeita okkur að vörninni úti við þriggja stiga línuna, við höfum ekki verið nógu góðar í að fara út í skotin, stoppa boltann í vörninni og forðast fleiri meiðsl. Við gerum það sem við gerum best, verðum sterkar, verðum stórar og spilum saman.

 

Fréttir
- Auglýsing -