spot_img
HomeFréttirCarmen Tyson Thomas verður með í dag!

Carmen Tyson Thomas verður með í dag!

Bandaríski leikmaðurinn Carmen Tyson Thomas mun leika með félögum sínum í Keflavík í bikarúrslitaleik meistaraflokks kvenna í dag. Samkvæmt heimildum Karfan.is mun hún í það minnsta klæðast búningi og sjá til hvað hún getur gert inni á vellinum. 
 
Það verður mikil búbót fyrir Keflavík ef Carmen getur eitthvað spilað með liðinu því hún t.a.m. leiðir Keflavík í öllum tölfræðiþáttum, svo munar um minna að hafa hana ekki með.
 
Bikarleikur kvenna hefst í Laugardalshöll núna kl. 13:30.
 
Mynd/ [email protected] – CCT að hita upp í Laugardalshöll áðan.
Fréttir
- Auglýsing -