Carmen Tyson-Thomas varð á sunnudaginn Afríkumeistari félagsliða með Ferroviario de Maputo frá Mósambík eftir að liðið lagði Inter Clube í úrslitunum, 56-59. Hún átti sinn besta leik í úrslitunum þar sem hún var stigahæst á vellinum með 20 stig ásamt því að taka 5 fráköst.
Hún var hetja liðsins þegar 42 sekúndur voru eftir en þá skoraði hún þriggja stiga körfu sem kom Ferroviario yfir fyrir fullt og allt í leiknum.
https://www.instagram.com/p/Bqq0xC7le7T/
Í fimm leikjum í keppninni skoraði hún 10,6 stig og tók 3,8 fráköst að meðaltali í leik.
Carmen spilaði í 4 ár á Íslandi og leiddi Úrvalsdeildina tvívegis í stigaskorun ásamt því að fara í úrslit Úrvalsdeildarinnar og Bikarúrslitin með Keflavík árið 2015. Áður en hún kom til Íslands varð hún meistari í bæði Slóveníu og Chile árið 2014. Eftir að Úrvalsdeildinni lauk í vor hefur hún einnig spilað með Eastern Mavericks í Ástralíu og gamla liði sínu Colegio Los Leones Quilpe í Chile.
https://www.instagram.com/p/BqlMHoMl9-K/