spot_img
HomeFréttirCarmelo biðst afsökunar

Carmelo biðst afsökunar

 Carmelo Anthony leikmaður Denver Nuggets hefur beðist afsöknunar formlega fyrir slagsmálin sem fóru fram í Madison Square Garden nú í vikunni. Carmelo náði einu vænu höggi á Mardy Rollins, leikmanns NYK og sér kappinn mikið eftir því að hafa misst stjórn á skapi sínu. Í tilkynningu sem kom frá kappanum sagði meðal annars að… "Þau læti sem fóru af stað í gærkvöldi í New York fóru gjörsamlega úr böndunum. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum í þessum látum. Í hita leiksins missti ég einfaldlega stjórn á skapi mínu og tilfinningar mínar tóku öll völd. Til stuðningsmanna Denver, NBA deildarinnar, móður minnar og fjölskyldu vil ég biðjast innilegrar afsöknuar á að hafa orðið sjálfum mér til opinberunar skammar.  Einnig vil ég sérstaklega koma fram afsökunarbeiðni til Mardy Collins og fjölskyldu hans. Gjörðir mínar eru óafsakanlegar og skammast ég mín fyrir að hafa tekið málin í mínar eigin hendur."

 

Carmelo sem hafði aðeins nokkurum dögum áður opnað félagsheimili fyrir ung börn í Baltimore sagði að þetta hafi gerst á mjög slæmum tíma hvað það varðaði. "Ég er mjög stoltur af því að félagsheimilið beri nafn mitt en einnig er það mjög óheppilegt að börnin sem ég sá brosa og gleðjast yfir opnunninni skuli verða vitni að þessu í sjónvarpi. Þetta er alls ekki sú fyrirmynd sem ég vil setja þessum börnum. Það er mín hinsta vona að við getum sett þennan atburð fyrir aftan okkur og lært af honum, þ.e. að eitthvað svona muni aldrei gerast aftur."

 

Greinilegt að Anthony er fullur eftirsjá af þessu máli og vonandi að kappinn komist aftur í góðan gír með liði sínu en fastlega má búast við því að kappinn fái bann og stóra sekt.

Fréttir
- Auglýsing -