spot_img
HomeFréttirCarmelo Anthony körfuknattleiksmaður ársins 2006

Carmelo Anthony körfuknattleiksmaður ársins 2006

19:19 

{mosimage}

 

 

Carmelo Anthony var í dag útnefndur körfuknattleiksmaður ársins í Bandaríkjunum samkvæmt USB Basketball today. Melo, eins og hann er oft kallaður, leiddi bandaríska landsliðið inn í 3. sætið á HM í Japan á síðasta ári með 19,9 stig að meðaltali í leik.

 

Anthony er við það að ljúka við bann sem hann var dæmdur í á dögunum fyrir slagsmál í leik gegn New York. Hann sagði vera upp með sér við útnefninguna og þakkaði Jerry Colangelo og Mike Krzyzewski þjálfurum landsliðsins fyrir traust í sinn garð.

 

,,Ég lagði mjög mikið á mig síðasta sumar í undirbúningi fyrir HM því ég leik stoltur fyrir land mitt og þjóð,” sagði Anthony í dag og sagðist munu áfram leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið til að tryggja þeim gullmedalíu á Ólympíuleikunum 2008 í Peking.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -