Davis í búning Cheser Jets |
Keflvíkingar hafa nælt sér í Calvin Davis fyrir næsta tímabil. Calvin þessi spilaði einmitt með liðinu tímabilið 2000-2001 og átti frábært tímabil (26 stig – 14 fráköst á leik) Síðan þá hefur piltur spilað með Chester Jets á Englandi með frábærum árangri. Calvin átti t.a.m. mikinn þátt í því þegar Jets sópuðu öllum titlum í boði á Englandi að sér árið 2002. Davis var meðal annars orðinn fyrirliði liðsins en á síðasta tímabili skoraði hann 18 stig og hirti 11 fráköst í þeim 6 leikjum sem hann spilaði fyrir liðið áður en hann meiddist. Davis er rúmir 2 metrar á hæð, 29 ára gamall og spilaði stöðu miðherja hjá Chester Jets. Vissulega fengur fyrir Keflvíkinga sem hafa þurft að horfa á eftir hverjum kananum á fætur öðrum í Evrópuboltann.