Leikmaður Íslandsmeistara Vals Callum Lawson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Jav CM í Pro B deildinni í Frakklandi.
Callum kom upphaflega til Ísland fyrir þremur tímabilum. Hans fyrsta með Keflavík var blásið af vegna Covid-19, en tvö síðustu tímabil vann hann Íslandsmeistaratitilinn. Fyrst með Þór og nú á síðasta tímabili með Val.
Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Íslandsmeistarana, en Callum skilaði þeim 15 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili.