Jón Arnór Stefánsson spilaði 30 mínútur þegar lið hans CAI Zaragoza tapaði gegn Gipuzkoa í dag með 73 stigum gegn 62. Jón Arnór setti niður 7 stig í dag sem dugðu skammt og Zaragoza er fallið niður í 7. sæti deildarinnar með 16 sigra og 13 töp.
Stórfréttir dagsins hljóta hinsvegar að vera þær að Real Madrid sem var ósigrað í öllum keppnum í vetur tapaði sínum fyrsta leik í dag þegar liðið laut í parket fyrir liði Valencia 105:110.