spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaBúnir að vinna níu leiki í röð

Búnir að vinna níu leiki í röð

Fylkir tók á móti Vestra laugardaginn 15. febrúar. Fylkir voru fyrir leik á toppnum 12/2 en Vestri í 5. sæti 6/6.

Gangur leiks

Fylkir komust í 12-7, sem Vestri svaraði með 13-0 áhlaupi. Staðan var 19-22 fyrir gestina eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta skiptust liðin bókstaflega á að skora – hvorugt liðið skoraði 2 körfur í röð allan leikhlutann! Hins vegar voru Fylkismenn með 5 þrista gegn 0 þristum Vestra auk þess að nýta vítin sín betur en Vestri (8/8 vs 4/11) – og fóru Fylkismenn með 6 stiga forskot inn í hálfleikinn – 50-44.

Í Vestra voru Magnús Birgisson með 11 stig og Egill Fjölnisson 10 stig, öll djúpt inn í teig. Finnur Tómasson stigahæstur í Val með 11 stig (3 þrista).

Þriðji leikhluti var jafn framan að. Elmar Breki Baldursson var að leysa pressu Fylkis vel auk þess að setja niður erfið skot. En í stöðuni 67-64 settu Fylkismenn í lás og kláruðu leikhlutann á 12-0 áhlaupi. Fjórði leikhluti var einstefna hjá Fylki. Settu niður 8 þrista í 16 tilraunum gegn 2-3 svæðisvörn Vestra og lönduðu að lokum öruggum sigri 112-78.

Kjarninn

Fylkir komnir með 9 sigra í röð á “run & gun” leikstílnum sem sem einkennt hefur liðið í vetur. Voru í leiknum með 27 stolna bolta og 18 þrista úr litlum 50 tilraunum. Vestri spiluðu vel framan af leik en urðu bensínlausir þegar leið á seinni hálfleikinn. Þeir eiga þó inni lykilmenn sem eru í meiðslum auk goðsagna sem heyrst hefur að gætu rifið upp skóna fyrir úrslitakeppnina.

Helstu menn leiks

Fylkir: Þórarinn Gunnarsson með 12 stig, 16 fráköst, 5 stolna, 3 blokk Símon Tómasson með 18 stig (4/5 3pt) á 14 mínútum og +31 í plús mínus. Finnur Tómasson með 20 stig, 6 þrista Friðrik Stefánsson með 12 stig, 8 stolna, 27 í framlag.

Vestri: Magnús Birgisson 18 stig Elmar Baldursson 15 stig Reinis Vilks 15 stig Egill Fjölnisson 14 stig.

Fréttir
- Auglýsing -