Við skulum vona að ekki nokkur lifandi maður hafi verið með liðsmenn úr Atlanta Hawks í nótt í Fantasy-liði sínu í NBA. Haukarnir voru flengdir, Chicago Bulls hélt þeim í 58 stigum í leik sem lauk 97-58. Mögnuð varnarframmistaða hjá Bulls.
Mike Scott kom með 10 stig af Hawks bekknum á 15 mínútum en aðrir leikmenn liðsins voru hreinlega fjarverandi. Hjá Bulls var Carlos Boozer með myndarlega tvennu, 20 stig og 13 fráköst og Luol Deng bætti við 18 stigum. Liðsmenn Atlanta voru svo ekkert að grínast með nýtinguna, 29,3% í teignum og 14,3% í þriggja stiga…leikur sem þeir vilja vísta gleyma sem fyrst ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Hawks gerðu t.d. aðeins fimm stig allan annan leikhluta og aðeins 20 stig allan fyrri hálfleikinn!
Larry Drew þjálfari Hawks hafði þetta að segja eftir leik: ,,Þetta var mjög mjög vandræðalegt, það er kominn tími á að hrista upp í hlutunum og það munu verða breytingar!
Svipmyndir frá leikjunum í nótt
Úrslit kvöldsins
FINAL
7:00 PM ET
ORL
91
WAS
120
22 | 31 | 24 | 14 |
|
|
|
|
28 | 31 | 37 | 24 |
91 |
120 |
ORL | WAS | |||
---|---|---|---|---|
P | Nelson | 19 | Okafor | 19 |
R | Vucevic | 13 | Okafor | 11 |
A | Nelson | 12 | Price | 6 |