spot_img
HomeFréttirBullock aftur til Grindavíkur

Bullock aftur til Grindavíkur

 

Grindvíkingar hafa komist að samkomulagi við J´Nathan Bullock um að klára tímabilið með þeim.  Risa undirskrift ef svo má að orði komast en Bullock vissulega þekkt stærð fyrir þá Grindvíkinga. Bullock lék með Grindavík tímabilið 2011-2012 og urðu Grindvíkingar Íslandsmeistarar í Iceland Express deildinni sálugu. 

 

Bullock skoraði 21 stig og tók 9 fráköst að meðaltali á leik síðast þegar hann lék með Grindavík.  Eftir Grindavík spilaði hann í Finnlandi með góðum árangri en nú síðast var hann við starfa í Filipseyjum.  Bullock er 30 ára gamall framherji sem er rétt um tveir metrar á hæð og rúmleg einhver 100 kíló. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -